Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

Skˇlaseli­ Keilufelli

Skólaselið Keilufelli er rekið sem samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs og Velferðarsviðs um lausnamiðaða nemendavernd fyrir grunnskólanemendur í Árbæ, Breiðholti, Grafarholti og Norðlingaholti.

Tilgangurinn með Skólaselinu er að finna lausn á vanda nemenda sem skólanum hefur ekki tekist í samráði við for­ráðamenn og þjónustumiðstöð. Einnig er markmið starfsins í Skólaselinu í Keilufelli að aðstoða skólann við að veita þeim nemendum sem eiga í miklum hegðunar- og tilfinningalegum erfiðleikum og foreldrum þeirra þverfaglega þjónustu. Miða skal við að hver nemandi sé aldrei lengur en í þrjár vikur í selinu.

Nemendur innritast aldrei í þetta úrræði fyrr en eftir umfjöllun í nemendaverndarráði skólans og að höfðu samráði og með samþykki viðkomandi foreldra og viðkomandi þjónustu­miðstöðvar.

Daglegur starfstími Skólaselsins í Keilufelli er að jafnaði frá kl. 08:15–13:30 og því er um ákveðna skerðingu á lögboðnum skólatíma að ræða hjá nemendum. Nemenda- og fjölskyldu­viðtöl geta farið fram í heimaskóla, þjónustumiðstöð og/eða hjá Barnavernd utan starfstíma Skólaselsins. Í Skólaselinu í Keilufelli starfar deildarstjóri, sem stýrir daglegri starfsemi, kennari/ráðgjafi, tómstundaráðgjafi og aðrir þeir sem þörf er á hverju sinni til að sinna einstaklings­bundinni ráðgjöf sem og fjölskyldu- og skólaráðgjöf. Í selinu fer fram lausna­miðað starf, stuðningur við nám, einstaklingsbundin ráðgjöf og fjölbreytt sérfræði­þjónusta þar sem tekið er mið af þörfum hvers og eins. Því kallar starfið meðal annars á öflugt þverfaglegt samstarf kennara, skólastjórnenda, kennsluráðgjafa, félagsráðgjafa, sálfræðinga, tómstunda­ráðgjafa og foreldra.

Eftir innritun einstaklings í Skólaselið í Keilufelli boðar deildarstjóri selsins, til lausnarfundar eins fljótt og kostur er. Til fundarins er boðað í samvinnu við skólastjóra. Deildarstjóri stýrir lausnarfundum. Nemandi sem stundar nám sitt tímabundið í Skóla­selinu í Keilufelli er þar á ábyrgð heimaskóla. Tómstundaráðgjafi vinnur meðal annars að lífsleikni­verkefnum með nemendum sem styrkja félagsfærni þeirra og stuðla að aukinni þátttöku í heilbrigðu íþrótta- og tómstundastarfi. Leggja skal áherslu á að fara yfir námslega stöðu viðkomandi nemanda og veitir heimaskóli ráðgjöf og upplýsingar vegna þeirrar yfirferðar.


Slˇ­in ■Ýn:

Sto­■jˇnusta » Skˇlaseli­ Keilufelli
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?