Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

Ůrˇunar og samstarfsverkefni

Mikilvægur þáttur skólaþróunar er að taka þátt í þróunar- og samstarfsverkefnum á ýmsum sviðum skólastarfsins. Árbæjarskóli hefur um margra ára skeið tekið þátt í slíkum verkefnum bæði innanlands og utan. Árbæjarskóli vinnur markvisst að því áfram að þróa breytt skipulag og nýja kennsluhætti til þess að koma sem best til móts við nemendur skólans í námi þeirra, í samræmi við stefnu borgarinnar um aukna einstaklingsmiðun í námi og áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. 

Skólaárið 2017 – 2018 er haldið áfram að þróa teymisvinnu innan skólans auk þess sem verkefnin „Byrjendalæsi“ og „Orð af orði“ eru enn í þróun. Þá er Árbæjarskóli þátttakandi í þróunarverkefni, ásamt Félagsmiðstöðinni Tíunni og Þjónustumiðstöð Árbæjar- og Grafarholts, um móttöku nýrra íbúa í hverfinu. Hlaut það verkefni hvatningarverðlaun á vordögum 2017 frá skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.

Unnið er áfram að því að skólinn komist í hóp þeirra skóla sem eru „Heilsueflandi grunnskólar“ og er skólinn einnig aðili að yfirlýsingu um heilsueflandi Árbæ og Grafarholt. Það eru leikskólar, grunnskólar, félagsmiðstöð, þjónustumiðstöð, hverfisráð og íþróttafélög hverfanna sem standa að yfirlýsingunni með það að markmiði að vinna að framgangi heilsueflandi samfélags, skóla og frístundar og auknum jöfnuði. Innleiðing þessa verkefnis tekur líka mið af forvarnaráætlun hverfanna sem er byggð á forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar.

Skólinn er þátttakandi í „Grænfánaverkefninu“ og hlaut fánann í fyrsta skipti á vormánuðum 2014. Áfram verður unnið að umhverfismálum í skólanum í anda þess verkefnis.

Árbæjarskóli er í góðu samstarfi við Ártúnsskóla og Selásskóla um marga þætti er líta að skólastarfinu. Sérstakt verkefni er í gangi í kringum mótttöku nemenda í unglingadeild en nemendur úr Ártúnsskóla og Selásskóla koma til náms í Árbæjarskóla í 8. bekk. Í aðdraganda þeirra skólaskipta er unnið markvisst að því að efla tengsl nemenda skólanna þriggja í 7. bekk með ferðalögum og heimsóknum.

Árbæjarskóli er í góðu samstarfi við leikskólana Árborg og Rofaborg um marga þætti er líta að komu nemenda leikskólanna í grunnskólann. Um er að ræða gagnkvæmar heimsóknir milli skólanna og aðkomu nemenda leikskólanna að ýmsum uppákomum í Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli og Orkuveita Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið átt í samstafi um valkvætt nám nemenda í 10. bekk sem lítur að því að vekja áhuga þeirra á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Námið fer fram hjá Orkuveitunni og er það iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar sem heldur utan um námið ásamt kennara frá Árbæjarskóla.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » Ůrˇunar og samstarfsverkefni
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?