Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

Skˇlarß­

Í Árbæjarskóla starfar skólaráð, skv. 8. gr. grunnskólalaga nr.91/2008. Þar segir:

 „Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.“

Þeir níu einstaklingar sem veljast til setu í skólaráð eru til þess kosnir. Fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi og fulltrúi almenns starfsfólks er kosinn á starfsmannafundi. Þá eru fulltrúar foreldra kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags og fulltrúar nemenda eru kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags skólans. Þá velur skólaráðið sjálft einn fulltrúa úr hópi grenndarsamfélagsins en einnig má velja viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Varamenn eru skipaðir á sama hátt og taka sæti í skólaráði í forföllum aðalmanna.

Skólaráðið setur sér starfsáætlun í upphafi skólaárs og þar má meðal annars sjá tíðni funda og hvernig þeir eru boðaðir og undirbúnir. Ritaðar eru fundargerðir og má nálgast þær á vef skólans.

Nemendur eiga alltaf að geta tekið þátt í starfi skólaráðsins þegar fjalla á um velferðar- og hagsmunamál þeirra eða þegar starfsáætlun eða aðrar áætlanir sem lúta að skólahaldinu og meiriháttar breytingum á starfsemi skólans eða skólahaldinu eru ræddar. Þegar mál eru á vinnslustigi eða þegar á að fjalla um mál sem nemendur telja sig ekki hafa forsendu til að taka þátt í umfjöllun um getur skólastjóri leyst nemendur undan setu í ráðinu í samráði við þá og aðra fulltrúa skólaráðsins. Það eru þá fulltrúar foreldra í ráðinu sem gæta hagsmuna nemenda þegar þeir geta ekki setið fundi.

Vísa má erindum sem skólaráðið hefur haft til umfjöllunar og umsagnar meðal annars til foreldrafélags, starfsmannafundar eða nemendafélags.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » Skˇlarß­
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?