Fréttir
21.3.2018
Vinnumorgun i Húsdýragarðinum
6. bekkur fór í skemmtilega heimsókn í Húsdýragarðinn í morgun. Þetta er nefndur vinnumorgunn, sem fólst í því að nemendur taka þátt í umhirðu og vinnu við fóðrun dýranna.
Nemendur mættu á staðinn kl. 7:45 fjallhressir. Búið var að skipta þeim í þrjá hópa: A. Nautgripa- og svínahirðar, B. hesta- og fjárhirðar og sá þriðji hreindýra- og loðdýrahirðar. Nemendur tóku virkan þátt og stóðu sig mjög vel í að hjálpa til við þessu daglegu störf. Þeir þurftu að að moka skít (flórinn), sópa stíurnar og fóðra dýrin og brynna.
Hver hópur fékk sérstakan hópstjóra, sem fræddi hann um dýrin og sagði þeim frá helstu einkennum. Síðan í nestistímanum, flutti hver hópur skýrslu um hvað gert var og gerði grein fyrir helstu atriðum varðandi dýrin, nöfn á karli, kerlu og afkvæmdi, hvað þeim hefði þótt sérkennilegast o.fl. ,og fengu þau hrós frá starfsfólkinu fyrir vel unnin störf og góða umfjöllun.
Sérlega skemmtilegur morgunn, nemendur stóðu sig mjög vel og voru skólanum okkar til mikils sóma.