Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

15.3.2018

Sigur í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær, miðvikudaginn 14. mars fóru fram úrslit í Stóru upplestrarkeppninni í Árbæ og Grafarholti. Keppnin fór fram í Árbæjarkirkju. Þátttakendur voru 14 talsins. Skáld keppninnar að þessu sinni voru Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðarson.

Fulltrúar Árbæjarskóla í keppninni voru þær Erna Þurý Fjölvarsdóttir og Hera Christensen. Þær stóðu sig með miklum sóma og fór svo að Hera hafnaði í 3. sæti keppninnar og Erna Þurý krækti sér í 1. sætið. Það var síðan nemandi í Ártúnsskóla sem hlaut 2. sætið.

 

Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

 

29196149_10156257339364675_1295891912099627008_n

29215988_10156257340054675_496953692109406208_n

29249091_10156257339609675_805835748489035776_o


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?