Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

5.12.2017

Danski rith÷fundurinn Annette Herzog

Danski rithöfundurinn Annette Herzog heimsótti 10. bekk í liðinni viku.  Annette var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Hjertestorm-Stormhjerte.  Hún sagði frá ferlinu, þegar hún skrifaði bókina og las valda kafla.  Krakkarnir voru búin að undirbúa nokkrar spurningar, sem þau fengu svör við varðandi söguna. Allt  fór þetta fram á dönsku og nemendur voru mjög áhugasamir og ánægðir með hversu vel þau skildu hana.  Þetta var mikill heiður fyrir okkur að fá þessa heimsókn, en Annette heimsótti örfáa skóla hér á landi.

Rithöfundurinn Annette Herzog    Rithöfundurinn Annette Herzog 1


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?