Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

16.11.2017

Til hamingju me­ Dag Ýslenskrar tungu

Í dag höldum við í Árbæjarskóla upp á Dag íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk voru með dagskrá á sal skólans fyrir nemendur á miðstigi. Þar var margt til gamans gert; upplestur, söngur og ýmis tónlistaratriði. Einnig voru veitt íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík og var það Helga Valtýsdóttir Thors, nemandi í 7. bekk, sem hlaut verðlaunin á miðstiginu að þessu sinni. Dagurinn markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar sem nemendur í 7. bekk taka þátt í á þessu skólaári.

Helga Valtýsdóttir Thors       20171116_083329

Nemendur í 1. og 2. bekk skólans fóru einnig á sal. Þeir fengu góðan gest í heimsókn í tilefni dagsins en það var Birgitta Haukdal, rithöfundur og söngkona. Birgitta spjallaði við nemendur og las einnig fyrir þá úr einni af Láru og Ljónsa bókunum sem hún er höfundur að.

 Lára fer í sund. Birgitta Haukdal.       20171116_101824

Í gær tókum við hins vegar forskot á sæluna, þegar nemendur í 1. – 4. bekk héldu sína hátíðardagskrá með söng, tónlistaratriðum og upplestri. Þar voru einnig veitt íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík og var það Vigdís Sól Eiríksdóttir, nemandi í 4. bekk, sem hlaut verðlaunin á yngsta stiginu að þessu sinni. Nemendum af leikskólunum Árborg og Rofaborg var boðið til hátíðarinnar og stigu þeir á stokk með þulur og vísur.

Vigdís Sól Eiríksdóttir

 

125478

 


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?