Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

28.4.2017

Fjölmenning í skólanum

Unglingadeildin hefur verið að vinna að mörgu þessa dagana, m.a. að skreyta ganga skólans í fjölmenningarþema. Hugmyndin kom upp í sambandi við menningarviku skólans, þ.e. nemendastjórn vildi setja upp verkefni til að stækka menningarvikuna og kynna fyrir nemendum skólans margskonar menningu í öðrum löndum. Þá myndaðist þessi hópur sem hefur m.a. verið að gera veggspjöld en einnig hafa þau veriða að vinna að svokölluðu fjölmenningartré sem á að tákna mismunandi menningu um heiminn allan. Á trénu eru hendur í stað laufblaða sem tákna mannlífið og fjölbreytnina í heiminum. Mikilvægt er að grea sér grein fyrir fjölbreyttum lifnaðarhátum og menningu, fordómar eru fáfræði.

Eva Rós Sigvaldadóttir, varaformaður NFÁ, hefur leitt þennan hóp sl. daga. Þessi fjölmenningarsýning verður til sýnis á afmælishátíð skólans, í von um auka þekkingu gesta, starfsfólks og nemenda um fjölmenningu.

Fjölmenning í skólanum


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?