Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

28.4.2017

Líf og fjör á yngsta stigi

 Nemendur á yngsta stigi Árbæjarskóla eru að vinna að mörgum skemmtilegum verkefnum þessa menningarviku. Meðal annars verkefni unnin úr leikritinu Konungur Ljónanna (Lion King) þar sem þeir föndra dýr og blóm sem finna má í Afríku og hengja upp á vegg í miðrými skólans. Á veggnum má sjá margskonar dýr í öllum stærðum og gerðum.

Líf og fjör á yngsta stigi 3

Kennarar bekkjanna fengu hugmyndina af verkefninu frá leikritinu Konungur Ljónanna (Lion King). Nemendur á efsta stigi skólans hafa verið að vinna að leikritinu síðustu mánuði og verður það frumsýnt, miðvikudaginn 3. maí og er miðasala í fullum gangi.

Líf og fjör á yngsta stigi 1

 Við tókum viðtöl við nokkur börn í 1. - 4. bekk og þau sögðu okkur aðeins frá verkefninu sem þau eru að gera og hvernig þeim gengur. Þau voru öll sammála um að verkefnið sé mjög skemmtilegt. Einnig sögðu þau okkur frá öllum fígúrunum sem þau hafa verið að teikna og vinna með.

Líf og fjör á yngsta stigi 2

Hér má sjá fleiri myndir


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?