Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

10.3.2017

Glćstur árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Þann 9. mars fór fram hin árlega lokahátíð í Stóru upplestrarkeppninni. Hátíðin fór fram í Guðríðarkirkju og var hún bæði hátíðleg og skemmtileg.  Að þessu sinni kepptu tvær stúlkur úr 7. bekk fyrir hönd Árbæjarskóla, þær Rebekka Rán Guðnadóttir og Unnur Margrét Ólafsdóttir. Stóðu þær sig báðar með stakri prýði, enda búnar að æfa sig vel undir handleiðslu íslenskukennara. Rebekka Rán hreppti 2. sætið og óskum við henni innilega til hamingju með glæstan árangur.

Stóra Upplestrarkeppnin

Rebekka Rán og Unnur Margrét


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?