Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

28.2.2017

Tilkynning frá foreldrafélaginu

Öskudagur

 Öskudagur

 Kæru foreldrar. Nú líður að öskudegi og síðustu tvö ár hafa börnin í hverfinu gengið í hús, sungið og fengið eitthvað í staðinn, t.d. nammi, popp, smákökur eða annað góðgæti. Þetta er skemmtileg hugmynd sem gaman væri að festa í sessi og því óskum við eftir góðri þátttöku íbúa hverfisins.

Ef þið viljið vera með í þessari skemmtun og taka á móti skrautlegum krökkum þá setjið þið mynd af meðfylgjandi nammikörfu á áberandi staði út í glugga (sem sést frá götu) kl. 17:00-19:00 á öskudaginn, miðvikudaginn 1. mars.

Þegar allt góðgætið er búið þá takið þið blaðið úr glugganum. Endilega hvetjið ömmur og afa, frænkur og frændur til að vera með og myndum skemmtilega og líflega stemmingu í hverfinu okkar á öskudaginn.

Með fyrirfram þökk og von um samstarf. Stjórn foreldrafélags Árbæjarskóla

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?