Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

13.1.2017

Ćvar vísindamađur – Lestrarátak

Nú í upphafi ársins hófst lestrarátak Ævars vísindamanns á bókasafninu okkar. Nemendur á yngri stigum skólans taka þátt í átakinu. Fyrir þrjár lesnar bækur fylla nemendur út miða á bókasafni skólans eða á www.visindamadur.is. Í lok lestrarátaksins þann 1. mars er dregið úr öllum miðunum og verða fimm nemendur svo heppnir að fá að vera persónur í næstu bók Ævars vísindamanns. Við hvetjum alla nemendur á yngra stigi skólans að taka þátt og vera duglegir og kappsamir að lesa og foreldra til að fylgjast með þessu skemmtilega lestrarátaki.

ævar vísindamaður


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?