Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

15.11.2016

Skrekkur 2016

Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti í Skrekk 2016 og er það gríðarlega flottur árangur hjá krökkunum. Mikil vinna er á bakvið eitt svona atriði þar sem allir leggjast á eitt að gera atriðið sem flottast.

Atriðið í ár bar yfirskriftina „Tveir heimar“ og fjallaði um tvo ólíka heima með einstaklingum sem búa við mismunandi aðstæður. Boðskapurinn í verkinu var meðal annars sá hvað það er mikilvægt að kunna að meta það sem maður hefur og gleyma ekki þeim sem búa við slæmar aðstæður. Það sem hefur lítið virði fyrir einum hefur kannski gríðarlega mikið virði fyrir öðrum. 

Krakkarnir áttu sjálf hugmyndina og útfærðu atriðið í sameiningu með aðstoð starfsmanna skólans. Þetta er í annað skipti sem Árbæjarskóli lendir í vinningssæti en í fyrra lenti skólinn í öðru sæti. En þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að lenda í sæti þá snýst þetta ekki síður um ferðalagið og alla þá reynslu sem krakkarnir öðlast af svona viðburði. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á sviði og gerðu það með sannkölluðum glæsibrag. Hópurinn á virkilega mikið hrós skilið sem og allir áhorfendurnir sem mættu til að styðja við bakið á þeim.

Skrekkur 2016

 


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?