Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

9.2.2016

Öskudagur í Árbćjarskóla

öskudagur 10. febrúar 2016

miðvikudaginn 10. febrúar 2016

Ágætu foreldrar

Á öskudaginn munu nemendur og starfsfólk skólans gera sér glaðan dag saman og verður því óhefðbundinn skóladagur, en mislangur þó, eftir skólastigum.

Nemendur mæta í skólann í heimstofur til umsjónarkennara sinna þar sem hver árgangur tekur þátt í uppákomum með sínum kennurum og samnemendum.

Skóladagur nemenda er sem hér segir:

Nemendur í 1. – 4. bekk                kl. 8:10 – 13:35

Nemendur í 5. – 10 bekk               
Mæting kl. 8:10 og heim að afloknum hádegisverði.

Allir eru hvattir til að mæta í búningum en af gefnu tilefni viljum við taka fram að það er alls ekki nauðsynlegt að kaupa tilbúinn búning. Nú reynir á að láta hugmyndaflugið ráða för og finna til einhvern skemmtilegan búning eða furðuföt sem leynast kannski í geymslunni, á háaloftinu  eða bara í fataskápnum.

Með góðri kveðju og von um skemmtilegan öskudag

Starfsfólk Árbæjarskóla


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?