Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

4.2.2016

GlŠsileg framhaldsskˇlakynning Ý ┴rbŠjarskˇla

Fimmtudaginn 28. janúar síðastliðinn var haldin kynning á framhaldsnámi að loknum grunnskóla fyrir nemendur og foreldra 10. bekkinga í Árbæjarskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla og Sæmundarskóla. Námsráðgjafar þessara skóla höfðu veg og vanda að undirbúningi kynningarinnar í samstarfi við þá 12 skóla sem kynntu námsframboð sitt.  Kynningin fór fram á sal Árbæjarskóla en þar hafði hverjum skóla verið úthlutað pláss þar sem þeir kynntu námsframboð sitt, inntökuskilyrði, félagslíf og margt fleira. Mjög góð mæting var á kynninguna og gaman að sjá hve foreldrar og nemendur voru duglegir að afla sér upplýsinga um það sem í boði er á hverjum stað og ræða við fulltrúa skólanna.

Í framhaldinu hafa námsráðgjafar Árbæjarskóla sent foreldrum upplýsingar um opin hús í framhaldsskólunum og hvatt þá og nemendur til sækja þá skóla heim sem höfða til nemenda. Þá eru nemendur í 10. bekk í náms- og starfsfræðslu og hafa þeir undanfarið unnið að kynningum fyrir samnemendur sína á framhaldsskólunum og námsframboði þeirra.

Forinnritun í framhaldsskólana hefst þann 4. mars og stendur til 10. apríl. Á fundi með nemendum og foreldrum í janúar síðastliðnum var rætt um fyrirkomulag forinnritunar og mikilvægi þess að vanda vel til verka þegar skóli er valinn.

Framhaldsskólakynning


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?