Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.1.2016

Skákmót

Í dag, þriðjudaginn 12. janúar var haldið skákmót fyrir skákiðkendur skólans. Á mótinu kepptu þeir nemendur, sem hafa æft skák hjá Gunnari Finnssyni skákkennara, en nemendum Árbæjarskóla gefst kostur á að æfa sig í viku hverri hjá Gunnari. Þar æfa nemendur sig í þremur aldurshópum. Keppni hófst klukkan 8:30 og var teflt til hádegis. Allir nutu sín vel og voru fullir einbeitni meðan á mótinu stóð. Ljóst er að mikil gróska er í skákinni hjá okkur í skólanum og nemendurnir hafa verið duglegir að æfa sig. Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi kappsemi nemenda í skákinni í vetur.

Skákmót 12 janúr 2016.

Skákmót 12. janúar 2016


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?