Fréttir
26.8.2015
Foreldrafundir við upphaf skólaárs 2015 - 2016
Nú er komið að kynningarfundum við upphaf nýs skólaárs, þar sem farið verður yfir ýmsa þætti í skipulagi skólans.
Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundina, því góð samvinna heimilis og skóla er sá grunnur sem skólastarfið byggir á.
Skólastjórnendur, umsjónarkennarar og námsráðgjafar verða á fundinum.
Þriðjudagur 1. september kl. 08.15 – 09.30
5. – 7. bekkur
Miðvikudagur 2. september kl. 08.15 – 09.30
8. bekkur
Fimmtudagur 3. september kl. 08.15 – 09.30
2. – 4. bekkur
Föstudagur 4. september kl. 08.15 – 09.30
9. – 10. bekkur
Skólastjórn Árbæjarskóla