Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

20.4.2015

Comenius sýning í miđrými skólans

IMG_4430

Í dag, 20. apríl opnar Comenius sýning í miðrými skólans.Árbæjarskóli hefur nú í tæp tvö ár tekið þátt í skólasamstarfsverkefni með átta öðrum löndum í Evrópu. Nemendur í þátttökulöndunum hafa unnið fjölmörg áhugaverð verkefni í því sambandi og hefur Lundi, lukkudýrið okkar, ávallt tekið þátt í þeim, farið í heimsóknir í hina skólana og vakið mikla lukku nemenda þar. Allir árgangar í Árbæjarskóla hafa tekið þátt í Comenius verkefninu og staðið sig mjög vel. Á sýningunni er hægt að skoða mörg áhugaverð verkefni nemendanna, myndir og fróðleik. Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að staldra við hjá okkur í miðrými skólans og skoða sýninguna.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?