Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

5.3.2015

Hundrađ daga hátíđ í 1. bekk.

IMG_3427 (Small)

Þegar nemendur voru búnir að vera í 100 daga í skólanum þá var haldin hátíð. Þegar stutt var liðið á skólaárið bjuggum við til skema og merktum hvern dag. Byrjuðum á tölunni einn osfrv. þar til við vorum komin upp í hundrað skóladaga. Hundraðasta skóladaginn héldum við svo hátíðlegan. Við töldum saman upp í hundrað, skrifuðum tölurnar einn til hundrað. Síðan fengu nemendur plastpoka og áttu að telja tíu stykki af ýmsu góðgæti í hvern poka tíu sinnum, þannig að heildin yrði hundrað. Það var boðið upp á poppkorn, rúsínur, snakk, hlaup og ýmislegt fleira.Í lokin settust nemendur niður með góðgætið og borðuðu og spjölluðu  saman. Þetta vakti mikla lukku hjá nemendum og voru allir sælir og glaðir eftir hundraðasta skóladaginn. Myndir

 

Umsjónarkennarar.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?