Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

25.2.2015

Upplestrarkeppni Ý ┴rbŠjarskˇla

IMG_4946 (Small)

Þriðjudaginn 24. febrúar var haldin upplestrarkeppni Árbæjarskóla en þar leiddu saman hesta sína sex nemendur í  7. bekk en úr þeirra hópi voru valdir tveir fulltrúar skólans til þátttöku í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Viðstaddir keppnina voru nemendur í 6. og 7. bekk ásamt kennurum og öðrum góðum gestum.

IMG_4938 (Small)

Undirbúningur fyrir keppnina hófst á degi íslenskrar tungu sem ár hvert er haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember. Nemendurnir sem tóku þátt að þessu sinni voru þau Jenný María Jóhannsdóttir, Lára Rósa Ásgeirsdóttir, Lilja Dís Hauksdóttir,  Magnús Ari Björnsson, Markús Máni Jónsson og Thelma Rún Guðjónsdóttir.

IMG_4930 (Small)

Keppnin var þrískipt. Fyrst lásu nemendur texta úr bókinni „Ertu Guð afi?“ eftir Þorgrím Þráinsson, þá lásu þeir ljóð eftir Gyrði Elíasson og að síðustu ljóð að eigin vali. Dómnefndina skipuðu þau Rósa Harðardóttir, kennari í Kelduskóla og var hún jafnframt formaður dómnefndar, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara og foreldra, og Mikael Emil Kaaber, fulltrúi nemenda.

Keppnin var jöfn og spennandi og ljóst að dómnefndin átti erfitt verkefni fyrir höndum þegar hún yfirgaf salinn til að ráða ráðum sínum. Á meðan keppendur og áheyrendur biðu spenntir eftir úrslitunum var tónlistaratriði frá nemendum á miðstigi auk þess sem þau Jenný María og Magnús brugðu á leik og röppuðu.

IMG_4948 (Small)

Þeir nemendur sem valdir voru sem fulltrúar Árbæjarskóla að þessu sinni voru Lilja Dís og Magnús Ari. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn um leið og við hvetjum þau til dáða fyrir lokakeppnina sem fram fer í Guðríðarkirkju, fimmtudaginn 12. mars. Eins og fyrr segir stóðu keppendur sig afar vel og er þeim þökkuð þátttakan ásamt öllum þeim sem komu að keppninni með einum eða öðrum hætti. Myndir

 


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?