Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

18.2.2015

Öskudagur

Í dag, öskudag, var líf og fjör í skólanum okkar. Nemendur og starfsfólk í 1. – 7. bekk mættu í grímubúningum/furðufötum og nutu dagsins við leik og störf. Nemendur í 1. -4. bekk hófu daginn í salnum, þar sem þeir dönsuðu,  marseruðu og gerðu sér glaðan dag. Þá heimsóttu leikarar frá Möguleikhúsinu nemendur með Langafa prakkara í broddi fylkingar. Nemendur luku deginum með umsjónarkennara við spil og leiki. Nemendur á miðstigi fóru á milli mismunandi stöðva undir stjórn kennaranna þar sem margt var til gamans gert, auk þess dansað var í íþróttahúsinu.

Eftir hádegismatinn fengu allir nemendur ís í eftirmat og Foreldrafélagið gaf nemendum glaðning þegar þeir fóru heim. Þetta var ákaflega skemmtilegur dagur og gaman að sjá svo fjölbreyttan  hóp nemenda og starfsmanna skemmta sér saman í tilefni Öskudagsins. Myndir

IMG_3595 (Small)


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?