Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

25.11.2014

Leikskólanemendur í heimsókn í Árbćjarskóla

Í dag heimsóttu okkur tæplega 40 börn frá leikskólunum Árborg og Rofaborg. Um er að ræða elstu nemendur leikskólanna tveggja sem hefja skólagöngu haustið 2015. Guðrún aðstoðarskólastjóri, ásamt nokkrum starfsmönnum skólans, tók á móti börnunum  á sal skólans þar sem Anna María tónmenntakennari kenndi þeim skemmtilegt lag og handahreyfingar með.  Tóku allir vel undir og gaman að heyra hve fljót börnin voru að læra lagið.

Börnunum var síðan skipt upp í hópa sem fóru milli þriggja stöðva. Á einni stöðinni unnu börnin lyklakippur úr þæfðri ull. Á annarri stöðinni lærðu börnin að dansa og á þeirri þriðju fóru þau í gengum þrautabraut í íþróttahúsinu.

Heimsókninni lauk síðan á salnum þar sem börnin gæddu sér á ávöxtum. Þetta var skemmtileg morgunstund og alltaf gaman þegar við fáum góða gesti frá leikskólunum og ekki líður á löngu að þeir sæki okkur aftur heim, því jólagleði nemenda 1. bekkjar og leikskólabarnanna er á næsta leiti.

IMG_4385

IMG_4391


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?