Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

19.11.2014

ÖRUGGUR SIGUR ÁRBĆJARSKÓLA Í SPURNINGAKEPPNI GRUNNSKÓLANNA

Æsispennandi riðlakeppni var haldin í glæsilegum sal Ingunnarskóla þriðjudaginn 18. nóvember. Þar áttust við, auk Árbæjarskóla, lið gestgjafanna og Kelduskóli.  Kapparnir okkar eru komnir áfram í 16 liða úrslit eftir baráttu kvöldsins.

Í báðum viðureignunum náði lið Árbæjarskóla strax góðu forskoti í hraðaspurningum, 11 stigum á móti sex stigum hinna skólanna. Þeirri forustu hélt okkar lið svo allan tímann í gegnum, bjöllu- vísbendinga og þríþrautarspurningar. Lið Ingunnarskóla sótti að vísu hart svo einungis munaði einu stigi á tímabili, 10-11 en úrslitin urðu að lokum 16-13 okkar mönnum í vil.

Keppendur og gestir úr Árbæjarskóla og Árbæjarhverfi fengu svo að fylgjast með skemmtilegri keppni milli Kelduskóla og Ingunnarskóla sem lauk með sigri þess síðarnefnda áður en lið Árbæjarskóla tók slaginn á nýjan leik. Á móti Kelduskóla bætti lið Árbæjarskóla í seglin og skilaði 18 stigum á móti 10 stigum keppinautanna.

Liðsmenn okkar, þeir Vilhjálmur, Bjarki og Fannar (allir í 9.bekk) stóðu sig frábærlega vel eins og úrslitin sanna. Varamaðurinn Magnús Friðrik (10.bekk) var tilbúinn á kantinum og hefði ekki skilað síðri árangri en þeir sem tóku slaginn að þessu sinni.  Ekki reyndist auðvelt fyrir þjálfarann að skipa endanlega í liðið enda fjórir feykisterkir og kappsmiklir einstaklingar sem manna spurningarliðshópinn.

Margit Eva (8.bekk), Sæmundur og Sólon (9.bekk) hafa myndað stuðnings- og liðstjórateymið sem hefur unnið með liðinu ásamt þjálfara. Eiga þau miklar þakkir skyldar fyrir óeigingjarnt starf. 

Vinir okkar í Ingunnarskóla eygja enn von um að komast áfram í 16 liða úrslitin og óskum við í Árbæjarskóla þeim alls hins besta og þökkum keppendum spennandi og drengilega keppni sem og liðsmönnum Kelduskóla. Umfram allt var þetta hin besta skemmtun burtséð frá því hverjir stóðu uppi sem sigurvegarar.

IMG_4673

Þrír af fjórum meðlimum spurningaliðs Árbæjarskóla ásamt liðsstjórum.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?