Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

18.11.2014

Hátíđ íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er ár hvert haldinn hátíðlegur þann 16. nóvember en það er jafnframt fæðingardagur listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar. Það er til siðs í Árbæjarskóla að halda hátíð af því tilefni og er þá margt til gamans gert.

Þetta árið má segja að öll síðastliðin vika hafi verð helguð íslenskri tungu á yngstu aldursstigum skólans. Á mánudeginum hófst lestrarátak á yngsta stigi en þá keppast nemendur sem aldrei fyrr um að lesa sem mest og þjálfa sig þannig í lestri en njóta um leið fjölbreyttra bókmennta og texta af ýmsum toga. Á miðvikudaginn fengu nemendur í 2. – 4. bekk síðan skemmtilega heimsókn þegar Vilhelm Anton, öðru nafni Villi naglbítur, og Kristín Svava skáld ræddu við nemendur um allt milli himins og jarðar, jafnt skáldskap sem og tilraunir í víðum skilningi. Þá höfðu íslenskukennarar skólans staðið fyrir vali á uppáhaldssögupersónu nemenda og voru myndir af fjölda persóna bókmenntasögunnar sem prýddu veggi skólans. Það voru Harry Potter, Lína langsokkur og Andrés önd sem skipuðu þrjú efstu sætin á vinsældalista nemenda og greinilegt að þau höfða til lesenda á ýmsum aldri.

Á föstudaginn var síðan haldin hátíð íslenskrar tungu. Nemendur og starfsfólk skólans, ásamt góðum gestum, fjölmenntu á sal þennan dag og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem tungumálið var í hávegum haft.  Margir stigu á stokk og má þar nefna; söngvara, hljóðfæraleikara og upplesara svo fáeinir séu nefndir. Jónasar Hallgrímssonar var minnst á margvíslegan hátt, jafnt í tónum sem tali, og nemendur sögðu einnig frá vinsælustu sögupersónunum og leikin voru og sungin lög sem tengjast þeim. Þá sóttu nemendur af leikskólunum Árborg og Rofaborg nemendur í 1. bekk heim og var gaman að fylgjast með yngstu nemendunum stíga á svið og flytja þulur og sameinast í söng.

IMG_4230


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?