Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.9.2014

RÓSABALL ÁRBĆJARSKÓLA 2014

Hið árlega rósaball Árbæjarskóla var haldið miðvikudagskvöldið 10. september. Á þessum viðburði bjóða 10.bekkingar 8.bekkingana velkomna í unglingadeild með því að sækja þá og bjóða þeim á ballið. Mikil eftirvænting ríkir meðal nemenda fyrir stóru stundina og er rósaballið sannarlega einn af hápunktum félagsstarfsins á hverju ári.

Þegar í skólann er komið tekur rauður dregill á móti nemendum  og við enda hans bíður ljósmyndari eftir að smella mynd af ballgestum í sínu fínasta pússi áður en haldið er lengra inn í skólann.

Dansgólfið tekur fagnandi á móti þeim sem þar vilja trylla sig í takt við dynjandi tónlist og losa sig við fiðringinn sem hefur verið að magnast dagana fyrir ballið.

Nemendur eru alltaf til fyrirmyndar á öllum viðburðum, hvort sem um er að ræða innan eða utan skólans og rósaballið er engin undantekning.

Á rósaballi Árbæjarskóla 2014 var rífandi stuð og stemmning sem vonandi skilar sér inn í skólastarfið á komandi vetri.

IMG_2568

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?