Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

6.5.2014

Fjör á ţema- og menningardögum í Árbćjarskóla

Það var svo sannarlega fjör í skólanum í síðustu viku þar sem Eurovision og skemmtilegar uppákomur settu sinn svip á skólastarfið. Um var að ræða þemadaga í skólanum og menningardaga unglingadeildar í samstarfi við félagsmiðstöðina Tíuna. Setningarathöfnin fór fram á Árbæjartorginu milli Árbæjarskóla og Ársels á mánudagsmorguninn þar sem menningarfáni var dreginn að húni og lag menningardaganna frumflutt. Menningarfáninn var hannaður af Eddu Kristínu Óttarsdóttur, nemanda í 10. bekk og lag menningardaganna var samið af nemendum í 10. bekk í skólanum, þeim Bjarka Ragnari Sturlaugssyni og Þresti Sæmundssyni. Á þriðjudeginum var einnig skemmtileg samvera á sal þar sem skólanum var afhentur Grænfáninn við virðulega athöfn en skólinn hefur unnið að því um nokkurt skeið að öðlast þann fána. Á mánudagskvöldið var uppákoma fyrir unglingana í Tíunni þar sem Þor-steinninn, verðlaun í stuttmyndasamkeppni unglinganna í skólanum, voru afhent og á þriðjudagskvöldið var svokölluð MasterChef keppni þar sem meistarakokkur Árbæjar var valinn.

Á skólatíma unnu nemendur að ýmsum verkefnum þessa daga í tengslum við Eurovisionkeppnina og var afraksturinn sýndur á opnu húsi á miðvikudaginn. Þá var einnig blásið til skemmtunar á sal þar sem fjölbreytt atriði frá öllum skólastigum litu dagsins ljós. Þar stigu á stokk margir efnilegir listamenn sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Þá fengu sprettharðir nemendur unglingadeildar skólans að spreyta sig í hinu árlega Stífluhlaupi. Sigurvegari í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir og í karlaflokki Andri Már Hannesson en bæði eru þau nemendur í 9. bekk. Fjölmargir gestir sóttu skólann heim þennan dag og var það afar ánægjulegt og hvetur okkur hér í skólanum til að halda fleiri slíka daga.

Hér má nálgast myndir sem teknar voru á þessum skemmtilegu dögum.

https://www.flickr.com/photos/124234244@N04/sets/72157644062885600/

http://arbaejarskoli.is/skolinn/myndir-ur-skolastarfinu/skolaarid-2013-2014/menningardagar-2014/

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?