Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

31.3.2014

Íslandsmót barnaskólasveita í skák 2014

Það er blómlegt skáklíf í Árbæjarskóla og líður vart sú helgi að nemendur okkar séu ekki á faraldsfæti um borg og bý að taka þátt í skákmótum. Íslandsmót barnaskólasveita fór fram í Rimaskóla 22. og 23. mars síðastliðinn og að sjálfsögðu sendi skólinn vaska sveit til keppni. Að þessu sinni tóku 49 sveitir þátt í keppninni en það er vafalaust þátttökumet. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi (36 vinningar í boði).

Sveit Árbæjarskóla hlaut 18 vinninga af 36 (50%) og lenti í 22. sæti sem er ágætu árangur og okkar lið í stöðugri sókn.

Sveitin var þannig skipuð:

 

  1. Kacper R. Kaczynski, 5. bekk
  2. Brynjólfur O´Shea, 6. bekk
  3. Gunnar Bjarki Helgason, 5. bekk
  4. Egill S. Tryggvason, 6. bekk

 

Varamaður var Gunnar Ó. Björnsson, 5. bekk.

Gunnar Finnsson, skákkennari, var ánægður með sína menn. Þá var hann afar ánægður með að sjá foreldra, afa og ömmur keppenda mæta á svæðið og fylgjast vel með drengjunum við taflborðið. Sagði Gunnar það góða fólk eiga þakkir skildar fyrir áhuga sinn og ómetanlega hjálp við liðsskipan sveitarinnar.

Úrslit mótsins urðu þau að A-sveit Álfhólsskóla sigraði annað árið í röð með 28,5 vinninga.  Í öðru sæti varð Rimaskóli A með 27 vinninga og í þriðja sæti hafnaði A-sveit Hörðuvallaskóla með 24,5 vinninga.Önnur úrslit má finna á www.skak.is

IMG_3434


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?