Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

7.3.2014

Frábćr árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Í gær fóru fram úrslitin í Stóru upplestrarkeppninni í okkar borgarhluta. Keppnin fór fram í Árbæjarkirkju og voru þáttakendur frá Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Selásskóla, Norðlingaskóla, Ingunnarskóla, Sæmundarskóla og Dalskóla, samtals 14 upplesarar, tveir frá hverjum skóla. Keppnin var glæsileg að vanda og gaman að sjá saman komna svo marga góða upplesara. Fulltrúar skólans, Eva Margit Wang Atladóttir og Númi Steinn Hallgrímsson stóðu sig afar vel sem skilaði sér í frábærum árangri þar Númi Steinn endaði í 3. sæti og Eva Margit stóð uppi sem sigurvegari.

Árbæjarskóli hefur átt ágætu gengi að fagna í þessari keppni undanfarin ár en það er töluvert síðan skólanum féll fyrsta sætið í skaut. Það voru stoltir nemendur, kennarar, foreldrar og stjórnendur sem yfirgáfu kirkjuna í gær og óskum við Evu Margit og Núma Steini innilega til hamingju. Þess má geta að í Laufblaðinu, sem kemur út um miðjan mánuðinn, verður umfjöllun um skólakeppnina og lokakeppnina ásamt viðtali við fulltrúa skólans þau Evu og Núma.

IMG_1030


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?