Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

13.2.2014

ÁRSHÁTÍĐARDAGUR UNGLINGADEILDAR 2014

Gleðin var við völd frá morgni og fram á kvöld árshátíðardaginn 12.febrúar. Dagurinn hófst á bekkjarleikunum þar sem tekist var á í ýmsum þrautum. 10IA stóð uppi sem sigurvegari og hlaut að launum pizza-veislu. Lopavettlinga-brennó, ferð í Tíuna og leikja- og spilaþema var meðal annarra viðburða þennan dag. Nemendur unglingadeildar héldu síðan heim upp úr hádegi til þess að safna orku fyrir kvöldið og hafa sig til.

París-Árbær

Þegar húsið opnaði kl 17:50 hafði myndast löng röð fyrir utan skólann af prúðbúnum nemendum sem stigu inn í franskt andrúmsloft. Eifel turninn blasti við þeim í smækkaðri mynd og hægt var að setjast á garðbekk undir götulampa og láta sig dreyma um stundir við Signu.

IMG_0527

 Le Restaurant Árbæjarskóli

Salurinn var fagurlega skreyttur að vanda og uppdekkuð borðin gáfu fínustu veitingastöðum borgarinnar ekkert eftir. Boðið var upp á þriggja rétta máltíð og þjónuðu foreldrar til borðs. Án þeirra hefði aldrei verið hægt að halda jafn glæsilegt kvöld, eru þeim færðar okkar innilegustu þakkir.

IMG_0866

Fjölbreytt dagskrá

Stjórn nemendafélagsins stjórnaði dagskránni sem var hefðbundinn. Kynntar voru niðurstöður margvíslegra kosninga þar sem lista- íþrótta- og stílisti ársins voru meðal annars krýndir. Nemendagrínið brást ekki að vanda enda verkefnið í höndum meistara í handritsgerð, leik, myndatöku og klippingu. Svo vel tókst til í herma eftir kennurum að leikurunum hefur verið boðið að taka sér forfallakennslu á næsta skólaári. 

Brostnar vonir

Atriði kennara var í höndum umsjónarkennara unglingastigs og var þemað þetta árið skrekksatriðið í mjög stílfærði dans- og söngvaútgáfu. Kennararnir misstu sig reyndar aðeins í búningum og útfærslu verksins sem kallaði fram mikla kátínu nemenda. Vonir um að fara um landið um þessa hámenningarlegu og grafalvarlegu sýningu voru þannig að engu gerðar, draumnum var hreinlega drekkt í hlátri.

IMG_0776

Geggjað stuð

Hraðar hendur foreldra og starfsfólks breytu veislusal í danssal á örskömmum tíma og við tók rífandi stemmning undir stjórn DJ Heiðars Austmann sem er alltaf flottur. Undir miðnætti streymdu nemendur svo heim rjóðir og glaðir á kinn eftir frábært kvöld.

 

 

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?