Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

12.12.2013

Jˇlabingˇ ┴rbŠjarskˇla

Fimmtudaginn 12. desember milli kl 18:00 - 20:00 verður jólabingó í sal skólans.
Það eru 10. bekkingar sem standa fyrir því og mun allur ágóði renna í ferðasjóð þeirra vegna vorferðar í byrjun júní 2014.
Fjölmargir glæsilegir vinningar verða í boði m.a. gjafakörfur, nýjustu jólabækurnar, jólakonfekt, gjafakort í Bláa lónið og margt fleira.
Krakkarnir í 10. bekk verða einnig með veitingasölu þar sem boðið verður upp á grillaðar samlokur, safa, kaffi og kökur.
Bingóspjaldið verður selt á 500 kr.
Við hvetjum ykkur til að fjölmenna, styðja krakkana og freista gæfunnar. Allir eru velkomnir, ömmur, afar, systkini.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?