Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.5.2013

Jólaskákmót TR 2013

Árbæjarskóli hreppti silfur í eldri flokki!

Árbæjarskóli sendi þrjár sveitir til keppni á Jólaskákmót TR 2013; tvær í yngri  flokki og eina í eldri flokki.Teflt var í tveimur riðlum – suður og norður í yngri flokki, en einum í eldri flokki. Yngri flokkarnir kepptu á sunnudaginn. Árbæjarskóli tefldi í suðurriðli yngri flokks og voru þátttökuliðin 14. A-sveitina skipa nemendur í 5. og 6. bekk og  hlaut sveitin 11,5 vinning af 24 og lenti í 7. sæti. Sveitina skipa; Brynjólfur O´Shea, Egill S. Tryggvason, Gunnar B. Helgason og Kacper Roman Kaczynski. B-sveitina skipa nemendur í 3. og 4. bekk og hlaut sveitin 7,5 vinning af 24 og lenti í 13. sæti. Sveitina skipa; Bjarki V. Birgisson, Ísold K. Felixdóttir, Kári Tómasson, Kristján Uni Jensson, Ólafur K. Tryggvason og Theodór Sigurvinsson. Greinilegt er að skólinn á unga og efnilega skákmenn sem eiga eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Erum við afar stolt af okkar krökkum og hlökkum til að fylgjast með framgangi þeirra á sviði skáklistarinnar.

 IMG_3097

IMG_3086

Á mánudaginn mættu síðan unglingarnir okkar til leiks en þá skáksveit skipa nemendur í 8. og 9. bekk. Í eldri flokknum mættu 8 sveitir til leiks.  Sveit Árbæjarskóla gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti á eftir hinum öflugu Rimaskólamönnum sem sigruðu með 20 vinninga en Árbæjarskóli fékk 17,5 vinning af 24 sem er glæsilegur árangur.  A- sveit Háleitisskóla hafnaði í þriðja sæti. Silfursveitina skipa; Andri Már Hannesson, Jakob A. Petersen, Sigrún Linda Baldursdóttir, Sólrún Freygarðsdóttir og Þorsteinn Freygarðsson.

IMG_3088

Þetta er glæsilegi árangur og óskum við krökkunum innilega til hamingju. Það er gaman að geta þess að liðið okkar skipa nemendur sem hafa æft skák hjá okkur í skólanum frá því að skákkennsla hófst undir handleiðslu Gunnars Finnssonar auk þess sem einhverjir hafa æft skák utan skóla þess á milli. Það er gaman þegar góður árangur næst og verður það til að blása mönnum eldmóð í brjóst og er mikil hvatning fyrir skákmenninguna í skólanum. Gunnar Finnsson hefur unnið ákaflega gott starf með nemendum okkar og óskum við honum innilega til hamingju með skákkrakkana sína og árangurinn. Áfram Árbæjarskóli.

 

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?