Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

26.11.2013

Sigurvegari á klifurmóti

Nemendur Árbæjarskóla taka sér ýmislegt fyrir hendur og stunda margar mismunandi íþróttagreinar. Davíð Gunnar Ásgeirsson, nemandi í 6. bekk, stundar til dæmis klifur af miklum krafti og hefur staðið sig afar vel í þeirri grein. Um síðustu helgi tók Davíð Gunnar þátt í klifurmóti í Klifurhúsinu, í flokki 11-12 ára drengja, og gerði sér lítið fyrir og vann keppnina.

Þetta klifurmót var það fyrsta í röðinni af fjórum mótum sem haldin verða í vetur og verður sá keppandi sem flest stig fær úr mótunum Íslandsmeistari í klifri í sínum aldursflokki. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með Davíð Gunnari á næstunni og óskum við honum góðs gengis í þeim keppnum sem framundan eru.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Davíð Gunnar, fyrir miðju, ásamt drengjunum sem lönduðu öðru og þriðja sætinu.

Davíðklifur


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?