Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

19.11.2013

FRÁBĆR SKEMMTUN Á SKREKK

Fríður hópur nemanda úr Árbæjarskóla steig á svið Borgarleikhússins í gær, mánudaginn 18. nóvember. Kvöldið var hápunktur margra vikna æfinga og hugmyndavinnu. Blái hnöttur Andra Snæs Guðmundssonar skálds var kveikjan að verkinu sem leikhópurinn útfærði listilega.

Mikil stemmning var á þessu undanúrslitakvöldi þar sem  nemendur frá sjö öðrum skólum létu ljós sitt sína. Verkin voru hverju öðru glæsilegra. Leikar fóru þannig að Seljaskóli og Langholtsskóli komust áfram að þessu sinni og keppa á úrslitakvöldinu.

Ekki er öll von úti enn fyrir Árbæjarskóla því fyrir utan þá sex skóla sem komast áfram á undanúrslitakvöldunum þá hefur dómnefndin yfir að ráða „óvæntu útspili“ (Wild Card) sem hleypir tveimur skólum til viðbótar í gegn. Það eru því spennuþrungnir dagar framundan hjá okkar hópi að sjá hvort hann hefur komist í gegnum nálarauga dómnefndarinnar.

IMG_6809

IMG_6808


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?