Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

13.11.2013

SPURNINGALIĐ ÁRBĆJARSKÓLA VINNUR AFGERANDI SIGUR

Spennandi og skemmtileg keppni átti sér stað á milli spurningaliða Árbæjarskóla og Hólabrekkuskóla þriðjudaginn 12. nóvember í sal Árbæjarskóla. Úrslitin voru afgerandi okkar keppendum í vil, 23-16.

Keppt var í hraða- bjöllu - og vísbendingaspurningum og náði Árbæjarskóli strax forustunni eftir hraðaspurningar, 14 stig á móti 8 stigum Hólabrekkuskóla. Næst því komst gestaliðið  að jafna leika 12-14,  en eftir það var keppnisliðið okkar óstöðvandi sem skilaði sér í verðskulduðum sigri.

Árbæjarskóli er kominn í 16 liða úrslit og fer næsta viðureign fer fram í janúar á næsta ári.

Hólabrekkuskóli og Árbæjarskóli eru vinaskólar og fór keppnin fram í mesta bróðerni og sönnum keppnisanda. Ekki er öll nótt úti enn fyrir vini okkar handan Elliðaánna sem eiga möguleika á því að komast áfram þrátt fyrir tapið. Óskum við þeim í Árbæjarskóla góðs gengis.

Spurningalið Árbæjarskóla skipa þau Elvar Wang, Bjarki Ragnar og Elísabet, öll í 10.bekk, og Magnús Friðrik 9.bekk.

Frábær árangur hjá frábæru liði sem kom, sá og sigraði eins og nemendum Árbæjarskóla er einum lagið!

IMG_2964

Hægra megin á myndinni er spurningalið Árbæjarskóla en vinstra megin lið Hólabrekkuskóla


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?