Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

8.11.2013

Vinabekkurinn vígđur

Á haustdögum kviknaði sú hugmynd að koma upp vinabekk á skólalóðinni. Á vinabekkinn setjast þeir nemendur sem þurfa aðstoðar við t.d. einhvern til að tala við og leika við. Skólavinirnir í 7. bekk fylgjast með bekknum í fyrstu frímínútunum og síðan er það fullorða fólkið sem er á frímínútnavakt hverju sinni sem tekur við vaktinni. Bekkurinn er staðsettur við neðri innganginn í F-álmuna.

Bekkurinn var vígður í morgun í fyrstu frímínútunum og þótti það vel við hæfi á degi gegn einelti. Hópur barna safnaðist saman við bekkinn, aðstoðarskólastjóri sagði nokkur orð og Rebekka Rut nemandi í 3. bekk aðstoðaði við vígsluna með því að klippa á borða og taka þar með bekkinn formlega í notkun.

IMG_2893


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?