Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

29.10.2013

Glćsilegur árangur á Íslandsmeistaramóti í kumite

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite sem er bardagahluti karate. Góð þátttaka var á mótinu og meðal Íslandsmeistara voru þrír nemendur Árbæjarskóla. Það eru  Edda Kristín Óttarsdóttir í 10. IA, Þorsteinn Freygarðsson í 9. AA og Iveta Ivanova nemandi í 7. bekk. Krakkarnir æfa allir hjá Fylki og má geta þess að Edda Kristín og Þorsteinn eru Íslandsmeistarar í kumite þriðja árið í röð. Þá urðu Fylkismenn Íslandsmeistarar liða í kumite unglinga sjöunda árið í röð og hlutu sex titla að þessu sinni.

Óskum við þeim Eddu Kristínu, Ivetu og Þorsteini innilega til hamingju með árangurinn. Það verður svo sannarlega gaman að fylgjast með þessum efnilegu íþróttamönnum í framtíðinni.

IMG_2813


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?