Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

17.10.2013

Skemmtileg heimsókn leikskólabarna

Nemendur af leikskólunum Árborg og Rofaborg heimsóttu Árbæjarskóla í morgun og er það liður í samstarfi þessara skóla þar sem markmiðið er að elstu nemendur leikskólans kynnist starfi grunnskólans. Nemendur hófu daginn á samsöng á sal og var gaman að heyra kröftugan söng í morgunsárið. Þá var nemendum skipt í hópa og heimsóttu þeir þrjár smiðjur. Þeir fóru í dans og dönsuðu m.a. annars Pósturinn Páll dansinn. Í íþróttahúsinu beið þeirra þrautabraut sem vakti mikla gleði og að síðustu fengu nemendur að búa til lyklakippur hjá list- og verkgreinakennurunum. Áður en haldið var heim á leið gæddu nemendur sér á ávaxtahressingu. Þetta var skemmtileg heimsókn og hlökkum við í skólanum til næstu heimsóknar sem verður í nóvember í tilefni af Degi íslenskrar tungu.

IMG_9361

IMG_9376

IMG_9381


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?