Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

12.9.2013

HIĐ ROSALEGA RÓSABALL ÁRBĆJARSKÓLA

Hið árlega rósaball var haldið miðvikudaginn 11. september. Nemendur í 10. bekk bjóða alltaf 8. bekkingum á ballið. Þetta er jákvæð og falleg leið til þess að bjóða þá velkomna upp í unglingadeild og á fyrsta  stóra viðburð vetrarins í félagsstarfinu.

Nemendur 10. bekkjar sækja 8. bekkinga upp að dyrum. Farartækin eru af margvíslegum toga, sum fagurlega skreytt en önnur hversdagslegri. Spenntir 8. bekkingar vita ekki hverjir sækja þá fyrr en rennt er í hlað og prúðbúnir herramenn eða dömur vinda sér út með rós í hönd og banka upp á til þess að sækja viðkomandi. Þegar á ballið er komið tekur alltaf við myndataka af pörunum áður en haldið er út á dansgólfið.

Ballgestirnir voru hverjir öðrum glæsilegri að þessu sinni. Drengirnir uppáklæddir og stúlkurnar vel til hafðar. Mestu skipti þó brosið og gleðin sem lék um varir og andlit viðstaddra enda allir með afbrigðum vel stemmdir.

Plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sá um að halda uppi stanslausu stuði á dansgólfinu sem var alltaf troðið. Nemendur voru líka duglegir að syngja með þegar svo bar undir. „Heiðar, þú ert æði“ eru skilaboð Árbæinga til þín!

Fótsárir, þreyttir og sveittir héldu unglingarnir svo út í rokið og rigninguna, sælir og sáttir og geislandi af gleði eftir vel heppnað rósaball.

Rósaball

SJÁ FLEIRI MYNDIR HÉR.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?