Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

10.6.2013

Vorfer­ 10. bekkinga

Nemendur í  10. bekk fóru í vorferð dagana  4.-5. júní. Lagt var af stað frá skólanum klukkan 8:30 og var ferðinni heitið á austurland.  Um leið og komið var á áfangastað var hópnum skipt upp í tvennt, annar hópurinn fór að Sólheimajökli og þar var gengið upp á jökulinn með tilheyrandi öryggisbúnaði. Hinn hópurinn var í Hálandaleikum við Heimaland þar sem þau þurftu að leysa hinar ýmsu þrautir sem byggðust mikið á samvinnu. Þegar báðir hópar voru búnir að fara í jöklagöngu og Hálandaleika beið Hamborgarabúllan eftir þeim með dýrindis hamborgara og franskar.  Um kvöldið héldu þau kvöldvöku þar sem nemendur fóru á kostum. Daginn eftir var ekkert eftir nema að skúra, skrúbba og bóna. Að því loknu var farið á Selfoss í pizzuveislu. Endastöðin í ferðinni var Adrenalíngarðurinn þar sem nemendur létu reyna á styrk sinn og þor. Ferðin heppnaðist vel og allir komu glaðir heim.  

10. bekkingar voru mættir um kvöldið á „Prom ball“ ásamt nemendum í 8. og 9. bekk. Nemendur mættu prúðbúnir og tilbúnir í dansinn. Dansað var fram eftir kvöldi og nemendur skemmtu sér vel. Það voru þreyttir, sveittir, sárfættir en mjög glaðir nemendur sem héldu út í nóttina rétt fyrir miðnætti eftir síðasta ball skólaársins.

 

IMG_8269 (Small)

Sjá MYNDIR HÉR.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?