Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

6.5.2013

Hólabrekkuskóli í heimsókn

Föstudaginn 26. apríl komu nemendur og kennarar úr unglingadeild Hólabrekkuskóla í heimsókn í Árbæjarskóla. Mætt var á sal Árbæjarskóla þar sem nemendur beggja skóla nutu tónlistaratriða og stuttmynda. Að því loknu fengu nemendur sér hressingu áður en haldið var niður í Fylkishöllina þar sem nemendur öttu kappi í óhefðbundnum íþróttagreinum. Undir lok skóladags var aftur haldið í Árbæjarskóla þar sem boðið var upp á pylsur og safa. Um kvöldið var haldið ball í Árseli þar sem nemendur skemmtu sér hið besta við glimrandi tónlist. Heimsóknin tókst með ágætum sem er liður í því að brjóta upp skólastarfið og stuðlar þess að auki að myndun tengsla á milli skólanna tveggja.

IMG_2284

IMG_2322


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?