Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

18.2.2013

Öskudagurinn

Haldið var upp á öskudaginn í skólanum miðvikudaginn 13. febrúar. Nemendur og starfsmenn mættu í furðufötum og brugðið var út af hefðbundnu skólastarfi.

Á yngsta stigi var fjölmennt á sal skólans þar sem nemendur stigu dans. Í kennslustofum var föndrað, spilað og farið í leiki. Nemendur miðstigs fóru á milli stöðva þar sem kennarar stýrðu ýmsum leikjum. Í lok skóladags var dansað á sal skólans. Unglingadeildarkennarar brutu upp hefðbundna kennslu með leikjum og myndböndum en um kvöldið var haldið grímuball. Nemendur skólans fengu sælgætispoka í boði foreldrafélagsins að loknum skóladegi.

Dagurinn heppnaðist vel og lesa mátti ánægju úr hverju andliti eins og sjá má af myndunum hér að neðan.

IMG_1966

IMG_7266

IMG_7323

Fleiri MYNDIR hér.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?