Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

8.11.2012

Eineltissáttmáli Árbćjarskóla

Í dag á degi gegn einelti, fimmtudaginn 8. nóvember, hafa starfsmenn og nemendur í skólanum framið skemmtilegan gjörning.  Með fingrafari vísifingurs hægri handar hefur verið staðfestur eineltissáttmáli á sameiginlegu listaverki í miðrými skólans. 

Eineltissáttmáli skólans er eftirfarandi:   

Með fingrafari okkar samþykkjum við, nemendur og starfsfólk Árbæjarskóla, sáttmála þennan og skuldbindum okkur til að vinna af alefli gegn einelti í skólanum okkar.

Við ætlum að leggja okkar að mörkum til að í samfélagi okkar ríki kurteisi og virðing í samskiptum.

Um viðburðinn hefur m.a. verið fjallað á vef borgarinnar:  http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-33692

IMG_6455

IMG_6490

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?