Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

6.11.2012

Gangbrautarvarsla – VÍS

Enn á ný koma starfsmenn VÍS til gangbrautarvörslu við skólann okkar en það munu þeir gera dagana  5. – 7. nóvember, rétt eins og þeir gerðu í september.

Um leið og þeir sinna vörslunni fræða þeir börnin okkar um öryggi í umferðinni og að þessu sinni fá börnin einnig endurskinsmerki að gjöf til aukins öryggis þeirra.  Tilgangurinn er einnig og ekki síður að ökumenn horfi til þess að sýna fulla aðgæslu og varkárni við akstur í nágrenni skólans okkar.

Við þökkum starfsmönnum VÍS fyrir liðsinnið.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?