Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

31.10.2012

Forvarnardagurinn - Heimsókn borgarstjóra

Í tilefni af forvarnardegi forseta Íslands og forvarnarviku hafa nemendur skólans fengið ítarlega fræðslu í vikunni.  Einnig hafa foreldrar í ákveðnum árgöngum verið boðaðir til funda í skólanum.

Í dag heimsótti Jón Gnarr, borgarstjóri, nemendur okkar í 9. bekk á sal skólans.  Nemendur spurðu borgarstjóra margs þegar hann heimsótti þá í morgun í tilefni af forvarnardegi forsetans. Hann sagði þeim m.a. frá því þegar hann hékk sem unglingur á Hlemmi í stað þess að fara í skólann og hvernig hann komst aftur á rétt spor. Skemmtilegar umræður urðu einnig um margt annað en forvarnir, s.s. um unglingavinnu og leiðir til að ná lifandi ísbirni í Húsdýragarðinn. Þá bað einn nemandi borgarstjóra um knús sem var auðsótt mál.

Jón Gnarr

Jón Gnarr 2


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?