Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

19.9.2012

Rósaball í Árbćjarskóla

Sú hefð hefur skapast í Árbæjarskóla að á hverju hausti bjóða nemendur í 10. bekk 8.bekkinga velkomna í skólann með því að sækja þá heim, færa þeim rós og bjóða þeim á dansleik. Miðvikudaginn 12. september rann stóra stundin upp og nemendur í 10. bekk skelltu sér í betri fötin, dustuðu rykið af dansskónum og  héldu upp í glæsikerrur af ýmsum toga. Þetta er án efa stund sem þeir hafa lengi beðið eftir og spennan var mikil. Prúðbúnir 8. bekkingar biðu heima eftir að bjöllunni væri hringt. Það var ekki lítið glæsilegt ungt fólk sem steig úr bifreiðum, „limmum,“ tveggja hæða strætisvögnum og gengu líkt og kvikmyndastjörnur eftir rauðum dregli inn í skólann sinn sem búið var að breyta í rósaveröld. Pörin voru síðan ljósmynduð og héldu síðan út á dansgólfið þar sem dansinn dunaði, rétt eins og í Öskubuskuævintýri, til miðnættis og sárfættir,  skælbrosandi og sveittir nemendur héldu heim á leið.

Rósaball

Sjá myndir HÉR.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?