Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

5.12.2011

Frábćr árangur á Jólaskákmóti TR

Um helgina fór fram hið árlega Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur. Árbæjarskóli sendi drengja- og stúlknasveit til keppni skipaða nemendum í 5. - 7. bekk. Drengjasveitin lenti í 2. sæti með 18 ½ vinning af 24 mögulegum og stúlknasveitin hafnaði einnig í 2. sæti, en stúlkurnar unnu helming sinna skáka.

 

Drengjasveitina skipuðu: Andri Már Hannesson, Jakob Alexander Petersen, Sigurður Alex Pétursson og Þorsteinn Freygarðsson, nemendur í 7. bekk og Bjarki og Fannar Sigurðssynir, nemendur í 6. bekk.

 

Stúlknasveitina skipuðu: Eva Dís Erlendsdóttir og Halldóra og Sólrún Freygarðsdætur, nemendur í 6. bekk, og Iveta Chavdarova Ivanova, Rakel Sara Magnúsdóttir og Ragnheiður Dís Embludóttir, nemendur í 5. bekk.

 

Árangur skáksveitanna er eftirtektarverður í ljósi þess að þetta er þriðji veturinn sem skákþjálfun fer fram í skólanum. Gunnar Finnsson er þjálfari liðsins og er hann að vonum í skýjunum með árangurinn líkt og allir í skólanum.

 

Til hamingju krakkar með frábæran árangur.


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?