Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

9.11.2011

Frábćr árangur í danskeppni

Á laugardaginn fór fram hin árlega LOTTO danskeppni. Árbæjarskóli átti fjölmarga keppendur sem stóðu sig allir með stakri prýði og greinilegt að dansáhuginn er mikill í skólanum sem skilar sér í efnilegum dönsurum sem eru farnir að æfa dans í danskólum víðsvegar um bæinn.

 

Ţorsteinn Hængur og Rebekka Rós, nemendur í  7. SJ, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í Ballroom og Latin dönsum í sínum aldursflokki. Einnig urðu þau Íslandsmeistarar í gömlu dönsunum en sú keppni var haldin var á sunnudeginum. Þetta er frábær árangur hjá þessu efnilega danspari. Rebekka Rós hefur æft dans um nokkurn tíma en Þorsteinn Hængur hóf að æfa dans í sumar. Rebekka Rós og Þorsteinn Hængur æfa með Dansíþróttafélagi Kópavogs og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?