Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

31.10.2011

Frábćr árangur á Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite í Fylkissetrinu í Norðlingaholti en kumite er bardagahlutinn af karate. Rúmlega 50 unglingar á aldrinum 12-17 ára tóku þátt í mótinu og var þeim skipt í flokka eftir aldri og kyni.

 

Nokkrir nemendur úr Árbæjarskóla, allir liðsmenn Fylkis,  voru meðal þátttakenda og stóðu þeir sig með mikilli prýði og lönduðu m.a. fjórum Íslandsmeistaratitlum, auk annarra verðlauna.

 

Ţorsteinn Freygarðsson, 7. SJ, varð Íslandsmeistari í flokki 12 ára pilta, Edda Kristín Óttarsdóttir,         8. SG, varð Íslandsmeistari í flokki 12 -13 ára stúlkna, Ólafur Engilbert Árnason, 9. ÁB, varð Íslandsmeistari í flokki 14-15 ára pilta og Helga Kristín Ingólfsdóttir, 10. JL, varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 14-15 ára.

 

Í keppnislok, þegar heildarstigafjöldi félaga var talin, kom í ljós að karatedeild Fylkis hafði hlotið flest stig og þar með orðið, fimmta árið í röð, Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.

 

Árbæjarskóli óskar krökkunum innilega til hamingju með árangurinn og Fylki með titilinn. Ljóst er að gott starf er unnið innan karatedeildarinnar og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu karatemönnum í framtíðinni.

 


Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?