Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki árbćjarskóla

Fréttir

26.10.2011

Nýtt skóla- og frístundasviđ

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í júní 2011 að sameina menntasvið. leikskólasvið og tómstundaskrifstofu íþrótta- og tómstundasviðs í nýtt svið, sem fékk nafnið skóla- og frístundasvið (skammstafað SFS). Nýtt svið tók í framhaldinu til starfa þann 12. september síðastliðinn. Ragnar Þorsteinsson var ráðinn sviðsstjóri, en hann starfaði áður sem fræðslustjóri Reykjavíkur.

Skrifstofa skóla- og frístundasviðs er í Borgartúni 12-14.  

Skóla- og frístundasvið ber ábyrgð á þjónustu leikskóla og dagforeldra, grunnskóla, frístundaheimila, frístundamiðstöðva, frístundaklúbba og félagsmiðstöðva. Skólahljómsveitir og  Námsflokkar Reykjavíkur heyra einnig undir sviðið. Þá sér sviðið um úthlutun fjármagns til sjálfstætt starfandi tónlistarskóla, leikskóla og grunnskóla í borginni. Frekari upplýsingar eru um starfsemi sviðsins eru á vef Reykjavíkurborgar: http://www.reykjavik.is/ undir "Skólar og frístundir".

Meginmarkmiðið með stofnun SFS er að tryggja heildstæða þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, stuðla að sameiginlegri stefnumótun skóla og frístundamiðstöðva i hverfum borgarinnar og auka þverfaglegt samstarf allra stofnana sem þjóna barnafjölskyldum í borginni.

Starfsfólk nýja sviðsins vinnur nú að stefnumótun í samráði við skóla- og frístundaráð og stjórnendur undirstofnana og tekur hún mið af því að efla samstarf og flæði þekkingar milli allra stofnana til að tryggja sem besta þjónustu. Um áramót er  gert ráð fyrir því að endanlegt skipulag á nýju sviði liggi fyrir og verður það kynnt á vef Reykjavíkurborgar.

Slóđin ţín:

Skólinn » Fréttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?