Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki ßrbŠjarskˇla

FrÚttir

21.10.2011

Undankeppni StÝls 2011

Miðvikudaginn 19. október  fór fram undankeppni Stíls í fatahönnun hér í Árbæjarskóla. Fimm hópar kepptu til sigurs eftir að hafa lagt á sig ómælda vinnu við undirbúning fyrir keppnina. Allir hóparnir stóðu sig með stakri prýði og var hönnun, frágangur og förðun til fyrirmyndar.  Dómarar kvöldsins voru Harpa Rún Ólafsdóttir listakona, Edda Guðmundsdóttir hönnuður, Sandra Sigurjónsdóttir hárgreiðslukona, Sara Björg Ágústsdóttir viðskipta- og förðunarfræðingur og Dagný Björt nemi við MH og sigurvegari keppninnar í fyrra. Að þessu sinni voru það þær Guðrún Eiríksdóttir, Bergdís Helga Bjarnadóttir og Gríma Katrín Ólafsdóttir úr 10. bekk sem báru sigur úr bítum.

 

Hönnun þeirra ber nafnið „Ísdrottning Narníu" og samanstendur af kjól, slöri og kórónu. Kjóllinn er úr skeljahvítu satíni, kórónan úr pappír og álpappír sem fest er á spöng með lími. Slörið er úr mjúku efni sem minnir á snjó. Módelið var með túberað hár og lokkarnir snúnir saman til þess að líkja eftir grýlukertum. Förðunin var bláhvít og kuldaleg í samræmi við hönnunina.

 

Glæsileg keppni í alla staði og verðskuldaður sigur hjá hönnuðunum ungu.

 

Sjá MYNDIR hér.


Slˇ­in ■Ýn:

Skˇlinn » FrÚttir
Mynd

Vissir þú...


Að meðal blýantur getur dregið línu sem er rúmir 56 kílómetrar að lengd áður en blýið klárast?